Hvernig er hægt að vera á móti?

Ég held að landlæknir átti sig ekki á því að það er árið 2007.  Það er fáránlegt að vera a móti þessu frumvarpi.  Ég drekk ekkert sterkt áfengi og mér finnst fáránlegt að ég þurfi að fara í Vínbúð og bíða í röð þar til að kaupa mér eina bjórkippu.  Fáránlegt

 


mbl.is Landlæknir: Afnám einkasölu ÁTVR mun auka áfengisneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn Hafliðason

Þú lýtur framhjá tveimur mikilvægum staðreyndum þegar þú ályktar um þetta mál.

Í fyrsta lagi ert þú ekki einn í heiminum. Þú getur ekkert sagt um neyslu annara bara af því að þú kemur ekki til með að drekka meira. Svo ég komi með öfgadæmi en hliðstætt þá gæti ég alveg eins sagt að það megi leyfa frjálsa sölu á hassi því það eykur neysluna mína ekki neitt.

Í öðru lagi þá kýstu annað hvort að líta framhjá staðreyndum sem kemur fram í þessari frétt eða þú kýst að breyta bara til að breyta eða vegna þess að það hentar þér persónulega. Þú lýtur því framhjá því að aukið aðgengi og lækkað verð eykur neyslu áfengis og þá eyðileggingu og ofbeldi sem verður vegna áfengisneyslu.

Steinn Hafliðason, 19.10.2007 kl. 13:39

2 identicon

Steinn. Þú verður líka að átta þig á því að svona er þetta gert næstum allstaðar annarstaðar í heiminum. Það er ekki hægt að láta ríkið "sjá um okkur" eða gera "það sem okkur er fyrir bestu".  Við verðum að fá að velja sjálf.

Svo varðandi það að þetta henti honum persónulega. Að sjálfsögðu hentar það honum persónulega og það er líka skiljanlega ástæðan. Þetta mundi líka henta mér persónulega og þú verður líka að gera þér grein fyrir fjöldanum öllum af fólki sem er samhlynnt þessu vegna þess hvað það hentar þeim persónulega. Þetta hentar stærri hluta þjóðarinnar (þori ég að fullyrða). Við erum ekki að tala um handfylli af fólki, við erum að tala um samfélag. Að sjálfsögðu eru líka einstaklingar í þessu samfélagi sem færu illa út úr þessu eða þeir sem stjórna ekki sinni drykkju. Á þá að gera líf allra hinna erfiðara því þetta er einhverjum minnihlutahóp "fyrir bestu".  Ég segi nei takk. Það á að vera löngu búið að þessu. Leifum okkur allavega að velja sjálf. Það þýðir ekkert að láta síkið "foreldra okkur"

Einar (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 15:22

3 identicon

Steinn og Jónas. Það er um að ræða aukinn heilbrigðisvanda í þjóðfélaginu með auknum kostnaði. Aukinn félagsvanda með auknum kostnaði. Aukinn kostnað við löggæslu. Aukinn kostnað við skipulag áfengismála. Aukinn kostnað á fjölda sviða sem felur í sér að meira verður seilst í vasa skattgreiðenda. Þetta snýst ekki um að passa að hinir og þessir þrói ekki með sér alkóhólisma heldur víðtækan og rándýran verknað sem kemur öllum þegnum ríkisins við.

Páll Geir Bjarnason (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 18:34

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Kæri Jónas, ertu viss um að þú þurfir frekar að bíða í röð í átvr en hjá bónusi? Ég hef ekki oft lent í langri röð í átvr en mun oftar í bónusi þrátt fyrir að versla sjaldnar þar.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 20.10.2007 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Ýmir Jónasson

Höfundur

Jónas Ýmir Jónasson
Jónas Ýmir Jónasson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband